Atburðir

Upptaka: Vetrarþjálfun – Jákvæðir og heilbrigðir hestar

Christina
13
október
2025
|
mín lestur

Upptaka af fyrirlestri um vetrarþjálfun með Vibeke Thoresen er nú aðgengileg án endurgjalds á Eiðfaxi.tv.

Þann 9. október 2025 stóðu Horses of Iceland og HorseDay fyrir kynningu með Vibeke Thoresen sem er reyndur reiðkennari og þjálfari. Hún deildi nálgun sinni á vetrarþjálfun og sýndi hvernig hún heldur hestunum sínum í formi yfir veturinn með fjölbreytri þjálfun. Vibeke útskýrði hvernig reiðtúrar af mismunandi lengd og landslagi stuðla að velferð til lengri tíma og hvernig knapar geta nýtt sér HorseDay til að skipuleggja og fylgjast með þjálfun sinni, haldið stöðugleika og séð framfarir yfir tíma.

Vertu tilbúnari fyrir veturinn með fullt af skemmtilegum hugmyndum til að halda hestinum þínum heilbrigðum, virkum og glöðum.

Smelltu hér til að sækja kynninguna. Í lok kynningarinnar er að finna kóða fyrir einn ókeypis mánuði af HorseDay Premium sem gildur til 31.10.2025.