Um okkur

Uppruni

HorseDay var stofnað árið 2020 af Ólafi H. Einarssyni, Margréti S. Stefánsdóttir, Mörtu Rut Ólafsdóttir og Oddi Ólafssyni

Framtíðarsýn

Við hjá HorseDay viljum framfarir fyrir hestamennskuna.
Gott utanumhald um þjálfun og umhirðu hesta er nauðsynlegur grunnur. Byggjum á færni, raunmæligögnum og þekkingu, það er lykill framfara.
Talandi um samfélagslega viðurkenningu þess að stunda hestamennsku, "Gagnadrifin ákvarðanataka byggð á þekkingu og færni er forsenda þess að við fáum áfram í friði að stunda hestamennsku"

Starfsfólk HorseDay

Hugmyndin að HorseDay fæddist fyrir mörgum árum, þegar stofnendur HorseDay ráku alhliða hrossaræktarbú á Íslandi. Starfsemi búsins fólst í því að rækta hross, þjálfa eigin hross og annara, kaupa hross og selja, sýna hross og keppa. Viðskiptavinir búsins voru breiður hópur Íslendinga og útlendinga, áhugafólks og atvinnumanna í hestamennsku. Stöðugt var hugsað um að bæta árangur búsins, faglegan og fjárhagslegan, í þessari leit að árangri fæddist hugmyndin um HorseDay.  Hugmyndin hefur þróast og almennt er stefna HorseDay að vera leiðandi á stafrænni vegferð hestamennskunnar.
Haltu utan um hestahaldið, fylgstu með mótum og hafðu samskipti við hestafólk með HorseDay.
horseday@horseday.is eða tengstu okkur á Instagram!

Hittu fólkið