Um okkur

Við hjá HorseDay erum hestamenn, höfum mikla reynslu af hestamennsku á breiðum grundvelli.
Við þekkjum vel til hrossaræktar, þjálfunar hrossa, íþróttakeppni og sýninga kynbótahrossa, kaupa og sölu hrossa og meira og minna allt sem tengist hestahaldi í íslenska hestaheiminum.

HorseDay er samfélag þar sem haldið er utan um allar athafnir með hrossin, fólk getur fundið fróðleik og gagnlegar upplýsingar og skipst á skoðunum.

Ætlun okkar er að HorseDay verði gagnlegt verkfæri fyrir alla hestamenn og þá sem hafa áhuga á hestum.
Við ætlum okkur að leiða stafræna vegferð hestahaldsins.

HorseDay - Um okkur

Hugmyndin að HorseDay kviknaði fyrir mörgum árum. Þá rákum við alhliða hestabú á Íslandi. Þar þjálfuðum við okkar eigin hesta og hesta viðskiptavina. Viðskiptavinirnir spönnuðu allt litróf hestamanna, allt frá stórum ræktendum og fagfólki til almenns áhugafólks sem vildi annast hestinn sinn eftir bestu getu. Í stöðugri leit að aukinni skilvirkni og betri árangri af vinnu með hesta og samskiptum við hestafólk kviknaði hugmyndin að HorseDay

Margt hefur gerst á skömmum tíma og erum við mjög spennt að deila HorseDay með þér. HorseDay er fyrsta smáforritið sem er sérstaklega sniðið að þjálfun og utanumhaldi íslenska hestsins. Við erum stöðugt að þróa og bæta appið, gerum það í góðu samstarfi við notendur appsins.

Við viljum þóknast notendum, skapa eitthvað sem gagnast heimi íslenska hestsins. Til að ná því markmiði eru viðbrögð notenda, hugmyndir þeirra eru lykilatriði fyrir okkur.

Láttu okkur því vita og hafðu samband við okkur á horseday@horseday.is eða á Instagram og taktu þátt í þróun HorseDay

Hittu starfsfólkið

Oddur Ólafsson
Stofnandi - Framkvæmdastjóri
+354 844 3272
Ólafur H. Einarsson
Stofnandi - Vöruþróun
+354 896 8709
Haraldur Bjarni Davíðsson
Aðalhönnuður
Ásta Björk Friðjónsdóttir
Þjónustudeildarstjóri
+354 693 6264
Bjarki Steinar Viðarsson
HÍ / UX hönnuður og forritari
Christina Mai
Verkefna- og sölustjóri