Fjölmiðlar

WorldFengur: Íslendingabók hestsins

Ásta Björk Friðjónsdóttir
25
Apríl
2023
|
3
mín lestur
Nýja íslenska smáforritið "HorseDay" er tengt ættbók íslenska hestsins, WorldFeng.

WorldFeng þekkja flestir hestamenn en fyrir þá sem ekki vita er WorldFengur.com upprunaættbók íslenska hestsins, oft borinn saman við Íslendingabók. Þar má finna upplýsingar um íslenska hesta innan landa FEIF (alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins) á einum viðurkenndum gagnagrunni. Dæmi um þær upplýsingar sem finna má á WorldFeng eru ættartré hrossa, kynbótadóma, liti og margt fleira.

Með því að tengja WorldFengs aðganginn þinn við HorseDay er heimaréttin þín sótt.

Sérstaða WorldFengs er sú að hann býður upp á áreiðanlegan vettvang fyrir íslenska hestinn sem heldur utan um ítarlegar og sí uppfærðar upplýsingar á heimsvísu en ekki eru margar hestategundir sem hafa svo yfirgripsmikið utanumhald um stofninn í heild sinni. Áreiðanleiki er með verðmætari kostum síðunnar. Þetta gerir okkur notendum það kleift að treysta á WorldFeng og ekki efast um réttmæti þeirra upplýsinga sem okkur eru sýndar. 

Fólk á öllum sviðum hestamennskunnar hagnast af gagnagrunni WorldFengs. Hvort sem það er fólk í hrossarækt að kynna sér ættartré stóðhesta og para þá saman við sínar hryssur eða almennir hestaeigendur að kynna sér nánari upplýsingar um sína hesta.

Það er einfalt að leita að hestum

Árið 2021 gáfu þeir feðgar Ólafur H. Einarsson og Oddur Ólafsson út smáforritið HorseDay sem er þróað sérstaklega fyrir íslenska hestinn og samfélagið í kringum hann. Í stuttu máli gerir appið notandanum kleift að skrá niður og halda utan um allar upplýsingar um sína hesta á einum stað, eins og þjálfunardagbók, járningarsögu, heilsufarssögu og fleira.

HorseDay getur verið tengt við WorldFeng og þannig sækir notandinn heimaréttina sína alla í einu frá WF. Einnig er hægt að leita að einstökum hrossum í WF og sækja þá hest fyrir hest.