Tilkynningar

40.000 sinnum takk!

Christina
2
Júlí
2025
|
1
mín lestur

Í ár fagnar HorseDay þriggja ára afmæli og við hefðum aldrei komist hingað án ykkar.

Frá upphafi var markmiðið að búa til lausn sem styður raunverulega við íslenska hestinn og fólkið í kringum hann. Í dag, með yfir 40.000 notendur í 24 löndum, er HorseDay orðið meira en app – það er alþjóðlegt samfélag sem byggir á sameiginlegri ástríðu fyrir íslenska hestinum.

Hvort sem þú notar HorseDay til að skrá þjálfun, fylgjast með mótum, skoða ætterni eða selja hesta á markaðstorginu - þá þökkum við þér. 

Traustið, endurgjöfin og stuðningurinn sem þið veitið mótar allt sem við gerum.

Í tilefni af þessum áfanga nýttum við Íslandsmótið til að kynna glænýja virkni: Nú getur þú horft á myndbönd af forkeppnum, tekin upp af Eiðfaxi TV, samhliða niðurstöðunum í appinu!

Skál fyrir næsta kafla – og ykkur öllum sem hafið verið hluti af þessari vegferð.
Takk fyrir. Thank you. Danke. Tack.