Atburðir

Undirbúningur fyrir WC23 með Glódísi Rún og HorseDay | YouTube myndband

Ásta Björk Friðjónsdóttir
3
Ágúst
2023
|
1
mín lestur
Komdu með okkur þegar fylgjumst með Glódísi undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Orischot 2023

Ferðalagið á heimsmeistaramótið er hafið og íslensku knaparnir eru komnir til Oirschot. Við hjá HorseDay vildum vita meira um undirbúninginn og ferlið sem fylgir í kjölfarið eftir að maður veit fyrir víst að þeir munu keppa. Þá fengum við tækifæri til að fylgjast með Glódísi Rún á bak við tjöldin. Glódís er ein af fimm ungum knöpum sem keppa fyrir Íslands hönd en hún fór út með fimmgangshryssunni Sölku frá Efri-Brú.

Við heimsóttum Sunnuhvol og skoðuðum betur hvernig þeir hafa verið að undirbúa sig og fengum betri innsýn í hvað felst í því að keppa á heimsmeistaramótinu.

Þetta myndband er hluti 1 af 2, þar sem seinni hlutinn er gefinn út eftir að heimsmeistaramótinu er lokið.