Október áskorunin frá Takt und Verstand & HorseDay er nú hálfnuð en það er aldrei of seint að taka þátt og koma hestinum þínum í betra form á árangursríkari hátt!
Veldu þér eina gangtegund sem þú telur að hesturinn þinn hafi mestan möguleika á framförum: brokk, tölt eða stökk og einbeittu þér að því að bæta þol í þeirri gangtegund yfir mánuðinn. Þú getur riðið á vellinum, utandyra eða í reiðhöllinni og skráð framfarir þínar í HorseDay. Hlutfallslegar framfarir skipta máli!
Skref 1:Ákveddu núverandi þolstig hestsins í valinni gangtegund þegar hann er upphitaður og afslappaður. Skráðu tímann sem hesturinn þinn getur haldið valinni gangtegund vel án þess að þreytast eða mæðast of mikið.
Skref 2:
Nú skaltu vinna daglega að því að bæta þennan tíma í þjálfuninni. Þetta snýst um hlutfallslegar framfarir, ekki hver endist lengst, svo allir geta tekið þátt! Lykilatriðið er að hesturinn þinn hreyfi sig virkur, glaður og frjálslegur án þess að verða of þreyttur.
Skref 3:
Skráðu þjálfunina þína í HorseDay og deildu henni með okkur á “my story” á Instagram. Þú gætir unnið flottan glaðning frá okkur í HorseDay !
Á Instagram síðu Takt und Verstand geturðu fundið allar upplýsingar í “Story Highlights” fyrir Október áskorunina, ásamt sniðmáti til að fylgjast með og deila þinni núverandi stöðu.
Við óskum öllum þátttakendum góðs gengis og skemmtunar – fyrir betri hesta í vetur!