Rétt í tæka tíð fyrir heimsmeistaramótið 2025 kynnum við spennandi nýjan eiginleika: Brekkudómur!
Nú skiptir skoðun þín máli.Með Brekkudómi geturðu metið FIZO-hross á HM 2025 beint í símanum þínum og borið þínar einkunnir saman við dómara og alþjóðlega áhorfendur – í rauntíma.
Settu inn þínar eigin einkunnir og sjáðu hvernig þær standa samanburðinn. Þetta er fullkomin leið til að kafa dýpra í upplifunina af HM 2025 og verða hluti af stemningunni.
Hvaða kynbótahross verður í uppáhaldi hjá brekkunni?
Hvernig á að byrja:
Viltu dæma meira?
Þú getur líka verið brekkudómari í keppnum með myndbandsefni frá Eiðfaxa, eins og t.d. Íslandsmótinu.
Horfðu á myndböndin, dæmdu hrossin og berðu saman einkunnir þínar við lokaeinkunnirnar. Við hlökkum til að sjá hvað þér finnst!