Anne Kathrine Carlsen, 23 ára keppnisknapi, rekur Stald Fíflholt, þjálfunarstöð og hestabú fyrir íslenska hesta í Danmörku. Með aðstoð HorseDay hefur hún innleitt nákvæma mælingu í þjálfunarferlið sitt, sem er nú ómissandi hluti af hennar rútínu.
Aðaláhersla Anne Kathrine er að þjálfa sterka og heilbrigða hesta sem eru ánægðir og samvinnufúsir. HorseDay hjálpar henni að ná þessu með því að veita nákvæma innsýn í þjálfunarstundir. „Mælingarnar gera mér kleift að huga að mikilvægum þáttum í þjálfuninni, eins og fjölda gangskiptinga, lengd tölt kafla og meðalhraða. Með því að skoða fyrri þjálfunarstundir get ég tekið upplýstar ákvarðanir þegar ég skipulegg framtíðar þjálfun. Ákvarðanir mínar byggja nú á traustum gögnum, ekki bara tilfinningunni.“
Anne Kathrine tryggir að hún haldi utan um hvert smáatriði í þjálfuninni, meðal annars með því að festa símann á hringteymingargjörðina þegar hún hringteymir. „Það var ákveðin vitundarvakning fyrir mig þegar ég sá hversu marga kílómetra hestarnir fóru á mismunandi gangtegundum í einni hringteymingarstund. Það lét mig átta mig á þörfinni fyrir lengri upphitun áður en ég byrja að hringteyma.“ Hún leggur áherslu á mikilvægi réttrar upphitunar og niðurkælingu, og tekur fram að HorseDay hafi aukið skilning hennar á þessum mikilvægu þáttum í daglegri þjálfun, sem hjálpar til við að koma í veg fyrir harðsperrur og meiðsli. „Ég uppgötvaði líka í gegnum þjálfunargreininguna að fet-pásurnar mínar voru of stuttar, hvort sem það var í reiðtúrum eða í reiðhöllinni. Áður en ég notaði HorseDay hélt ég að ég væri að gefa hestunum mínum nægilegta hvíld á feti á milli, en gögnin sögðu annað. Nú fæ ég skýra endurgjöf um gæði þjálfunarinnar og hvort innsæi mitt passi við gögnin.“
Þegar Anne Kathrine er ekki ánægð með frammistöðu hests, snýr hún sér að þjálfunargreiningu HorseDay til að fá innsýn. „Það kom fyrir að uppáhalds hesturinn minn var ekki að bæta sig, og gögnin sýndu að ég hafði verið að þjálfa hann mikið á tölti án nægilegra hvíldardaga undanfarið. Með því að breyta þjálfunaráætluninni svo hún innihéldi meiri hvíld og meira jafnvægi milli gangtegunda, sá ég strax bætingu. Þjálfunardagatalið í HorseDay er ómetanlegt verkfæri til að tryggja jafnvægi í þjálfunarferlinu, og ég tel að hestarnir mínir njóti góðs af því.“
Að skipuleggja þjálfun allra þeirra hesta sem eru á Stald Fíflholt krefst skipulags. Anne Kathrine treystir á HorseDay til að halda öllu í lagi. „Án HorseDay gæti ég ekki stýrt umönnun og þjálfun hvers hests með svona miklum smáatriðum. Jafnvel þegar ég er í burtu að kenna, get ég fylgst með og stjórnað öllu úr símanum mínum.“ Forritið gerir samskiptin milli Anne Kathrine og hennar starfsfólks í hesthúsinu auðveld, þannig að allir eru meðvitaðir um stöðu hvers hests og engar upplýsingar fara á mis.
Fyrir aukið öryggi eru Anne Kathrine og starfsfólk hennar í öryggisteymi hjá hvert öðru í reiðtúrum. „Þegar ég er að ríða ungum hesti í fyrsta sinn úti, bið ég alltaf vinnufólkið mitt eða foreldra mína að fylgjast með mér í gegnum öryggisrakninguna. Það veitir mér öryggi að vita að ef eitthvað gerist, þá geta þau náð til mín fljótt.“
Skuldbinding Anne Kathrine Carlsen til gagnadrifinnar þjálfunar með HorseDay mótar vellíðan og frammistöðu hestanna hennar, og sýnir að tækni og hefðir geta unnið hönd í hönd til að ná árangri.