Samstarfsaðilar

IPZV og HorseDay ehf. skrifa undir viljayfirlýsingu og tilkynna samstarf

Caya Aline Edenhofner
12
Apríl
2023
|
2
mín lestur
HorseDay og IPZV hafa tekið höndum saman til þess að efla hestaíþróttina og samfélag íslenska hestsins í Þýskalandi. Samstarfið miðar að því að auka vitund og skilning á mikilvægi upplýsinga í daglegri meðferð og þjálfun hesta, auk þess að sameina íslenska hestasamfélagið á alþjóðavettvangi og er vænlegt skref fyrir íslenska hestaíþróttina í Þýskalandi. Ennfremur mun samstarf HorseDay og IPZV styrkja tengslanet og samstarf innan íslenska hestasamfélagsins. Notkun appsins getur hjálpað ýmsum hagsmunaaðilum í kringum hestinn að skrá framfarir sínar og bæta frammistöðu sína með sjálfvirkri skráningu og upplýsingagjöf.

Samtök íslenska hestsins í Þýskalandi (IPZV) og HorseDay ehf., hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um komandi samstarf þeirra á milli. Markmið samstarfsins er að efla hestaíþróttina og menningu íslenska hestsins í Þýskalandi, auk þess að tengja saman hið alþjóðlega samfélag í kringum hann.

HorseDay er app sérstaklega hannað fyrir íslenska hestinn og knapa hans, ræktendur og áhugafólk. Forritið gerir þér kleift að skrásetja, skipuleggja og fylgjast með þjálfun og umönnun þinna hesta á auðveldan hátt. Tenging appsins við WorldFeng, alþjóðlegan gagnagrunn íslenska hestsins, veitir notendum aðgang að upplýsingum um kynbótamat, ættartré, afkvæmi og sögu hvers hests.

Peter Nagel forseti IPVZ (til vinstri) og Oddur Ólafsson framkvæmdastjóri HorseDay ehf. (hægri)

IPZV, sem stendur fyrir Félag hestamanna og ræktenda íslenska hestsins í Þýskalandi, er stærsta félag íslenskra hesta í Þýskalandi og talar fyrir því að efla íslensku hestaíþróttina og bæta ræktunarskilyrði. Sem hluti af nýju samstarfi á milli HorseDay og IPZV munu knapar, áhugamenn og ræktendur íslenska hestsins í Þýskalandi nú njóta góðs af kostum appsins kemur upprunalega frá Íslandi.

Samstarfið miðar að því að auka vitund og skilning á mikilvægi upplýsinga í daglegri meðferð og þjálfun hesta, auk þess að sameina íslenska hestasamfélagið á alþjóðavettvangi og er vænlegt skref fyrir íslenska hestaíþróttina í Þýskalandi. Ennfremur mun samstarf HorseDay og IPZV styrkja tengslanet og samstarf innan íslenska hestasamfélagsins. Notkun appsins getur hjálpað ýmsum hagsmunaaðilum í kringum hestinn að skrá framfarir sínar og bæta frammistöðu sína með sjálfvirkri skráningu og upplýsingagjöf.

<span>Forseti IPZV, Peter Nagel, tjáði sig um samstarfið: "Við erum spennt að vinna með HorseDay appinu um þetta frumlega framtak. Í stafrænni öld nútímans er mikilvægt að ná til meðlima okkar þar sem þeir eru og HorseDay appið er hinn fullkomni vettvangur fyrir það. Með samstarfi okkar við HorseDay getum við kynnt hestaíþróttir og menningu fyrir breiðari markhópi og hvatt nýja kynslóð áhugafólks um íslenska hesta til að skrásetja og fylgjast með þjálfun og umhirðu hesta sinna á stafrænan hátt."</span>

Framkvæmdastjóri HorseDay ehf., Oddur Ólafsson, bætti við: "Við erum mjög ánægð með samstarfið við IPZV til að koma okkar sýn á vönduðu hestaíþrótta appi til Þýskalands. Appið okkar veitir knöpum, áhugafólki og ræktendum íslenska hestsins gríðarmikið af upplýsingum um tegundina í gegnum tenginguna við WorldFeng. Þar að auki, með ýmsum eiginleikum og nýþróaðri gangtegundargreiningu sérsniðna að íslenska hestinum, styður það við þjálfun og umönnun þessara hesta. Við hlökkum til að vinna með IPZV til að skapa enn meira grípandi og hvetjandi efni fyrir notendur okkar."