Viðskiptavinir

Hrossin mín eiga skilið bestu umönnun og þjálfun

Christina
22
Ágúst
2024
|
2
mín lestur
Þýski íþróttaknapinn Maxime Mijnlieff notar HorseDay til að tryggja bestu þjálfun og umhirðu fyrir hesta sína.

Maxime Mijnlieff, þekkt í þýska unglingakeppnisheimi hestamennsku, hefur notað HorseDay forritið síðustu tvö ár til að styðja við þjálfun og umönnun hesta sinna. Nú 22 ára, býr fyrrum landsliðskonan í Amsterdam með stóðhestinum sínum, Kardináli frá Kjartansstöðum, þar sem hún stundar nám í alþjóðaviðskiptum. Þrátt fyrir að hafa ekki verið jafn sýnileg á keppnis vellinum frá því að hún hlaut unglingameistaratitilinn í tölti á síðasta ári, er ástríða Maxime og metnaður jafn sterkur og áður.

„Ég er með háan standard þegar kemur að þjálfun hestanna minna og legg mikið upp úr því að halda þeim ánægðum og heilbrigðum. HorseDay forritið leikur lykilhlutverk í þessu, þar sem ég get greint ítarleg gögn frá þjálfunarstundum og tekið upplýstar ákvarðanir til að auka vellíðan hestanna minna og skilvirkni þjálfunarinnar,“ segir Maxime.

Maxime fléttar HorseDay inn í sína daglegu rútínu í hesthúsinu, þar sem hún skráir allar útreiðar og þjálfun ásamt því að nýta sér heildstæða þjálfunargreiningu forritsins og innsýnina í dreifingu gangtegunda á hverri þjálfunarstund.

„HorseDay gefur mér nákvæma yfirsýn yfir hversu oft ég fór í útreiðartúr, þjálfaði á vellinum eða teymdi hvern hest. Þetta hjálpar mér að viðhalda jafnvægi í þjálfuninni, sem heldur hestunum áhugasömum. Gangtegundagreiningin hefur verið sérstaklega gagnleg og hjálpað mér að þjálfa allar gangtegundirnar jafnar, sem hefur bætt töltið hjá hestunum mínum verulega. Til dæmis hvatti greining forritsins mig til að leggja meiri áherslu á stökk, sem hefur styrkt afturfætur hestanna og bætt getu þeirra til að bera sig í hægu tölti. Að íhuga þjálfunina mína í gegnum HorseDay hjálpar ekki aðeins við undirbúning fyrir tölt- eða fjórgangs prógröm, það heldur mér sjálfri líka áhugasamri og veitir mér öryggi um að ég sé að þjálfa hestana mína rétt.“

Maxime leggur einnig áherslu á nytsemi forritsins að þjálfuninni undanskilinni, þar sem það gerir henni kleift að halda utan um alla þætti hesta umönnunar, frá hófhirðu og bólusetningum til ormahreinsunar og fóðrunar, allt í snjallsímanum.

„Fyrir mig er HorseDay eins og stafræn dagbók sem ég hef alltaf með á mér. Ég get auðveldlega fylgst með og stjórnað öllum hestatengdum verkefnum á nokkrum sekúndum. Hestar eiga skilið sömu umhyggju og athygli og við gefum sjálfum okkur, og HorseDay hjálpar mér að tryggja það.“

Þýskur unglingameistari í T1 2023 með Kardinála frá Kjartansstöðum.