Tilgangur þessarar heimsóknar aftur á móti var að skyggnast inn í hans starfsemi í hestamennsku og átta okkur betur á eftirspurn hestamanna eins og honum. Markmið okkar hjá HorseDay er að búa til tól sem hentar öllum hestamönnum að halda utan um sína hestamennsku og því er dýrmætt fyrir okkur að kynnast hinum margvíslegu hliðum hestamennskunnar og átta okkur á mismunandi þörfum.
Starfsemi Nils gengur að mestu út á að þjálfa, rækta og selja hesta. Í kringum þess háttar vinnu fylgir mikið utanumhald og talaði Nils um að vera með blöð og lista fyrir allt eins og þjálfun, járningar, dýralækna heimsóknir og merar sem koma undir hesta.
Nú þegar býður HorseDay upp á auðvelt utanumhald fyrir daglegar athafnir eins og þjálfun, járningar og dýralækna heimsóknir og fylgja þessar upplýsingar hestinum út ævina á sama staðnum. Þegar eru farnar af stað hugmyndir á útfærslum til að aðstoða ræktendur við utanumhald á stóðhestum og merum, sem Nils talaði sérstaklega um að væri mikil vinna og umstang.
Myndbandið sýnir enn frekar frá heimsókninni og þessum hugleiðingum, njótiði!