Tilkynningar

Háskólinn á Hólum notar HorseDay við kennslu

Ásta Björk Friðjónsdóttir
10
Janúar
2023
|
2
mín lestur
HorseDay og Háskólinn á Hólum eru í formlegu sambandi um þróun og notkun HorseDay. Appið er notasð við þjálfun og utanumhald hesta á staðnum.

Í vor var íslenska snjallforritinu HorseDay hleypt af stokkunum en með forritinu fæst mikilvæg yfirsýn yfir þjálfun hesta og umhirðu, bein tenging við WorldFeng og GPS skráning við þjálfun hesta og á hestaferðum líkt og þekkist innan annarra tómstunda auk samfélagsumhverfis fyrir íslenska hestinn.

Rannsóknar- og menntastofnunin Háskólinn á Hólum á sér langa og virta sögu en háskólinn hefur gengið til formlegs samstarfs við HorseDay ehf. um að þróa áfram og nota snjallforritið HorseDay við þjálfun og kennslu við hestafræðideild háskólans. Snjallforritið er tól til utanumhalds um hestahaldið og til samskipta hestafólks eins og áður segir og opnar nýjan heim gagna og upplýsinga fyrir umhirðu hestsins sem getur skipt sköpum fyrir eigendur hesta.

Um er að ræða nýsköpunarverkefni sem hefur verið í þróun sl. 3 ár.

Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Oddur Ólafsson framkvæmdastjóri HorseDay ehf innsigluðu samstarfið á Landsmóti Hestamanna í liðinni viku.

Hólmfríður Sveinsdóttir og Oddur Ólafsson
„Það er virkilega ánægjulegt að nútíminn mæti þessum gamla kjarna íslensku hestamennskunnar með þessum tæknilega hætti en ég hef trú á því að þannig náum við að byggja enn frekar undir áhuga á íslenska hestinum,“ segir Hólmfríður.


Ætlunin er að aukin útbreiðsla notkunar á HorseDay hafi jákvæð áhrif á hestamennskuna og verði grunnur til eflingar rannsókna- og þróunarverkefna við skólann.