Nú fara dagarnir að styttast og kólna er við nálgumst veturinn og því verður upphitun og niðurkæling sérstaklega mikilvæg fyrir heilbrigði hestanna okkar.
Fimmtudaginn, 30. október 2025, kl. 17:00 munu HorseDay og IPZV halda ókeypis netfyrirlestur með Börlu Isenbügel á þýsku.
Barla, fjórða stigs FEIF þjálfari og reyndur reiðkennari, mun tala um hvernig hægt er að útfæra upphitun og niðurkælingu á mismunandi vegu. HorseDay appið aðstoðar þig við að skipuleggja og skrá þjálfunina með markvissum hætti.
Allir þátttakendur fá afsláttarkóða fyrir einum ókeypis mánuði af HorseDay Premium.
Þú getur skráð þig hér.
