HorseDay er framfaraskref!

Sérstaklega fyrir íslenska hestinn

HorseDay er app þróað sérstaklega fyrir eigendur íslenska hestsins. Forritið hjálpar notandanum að fylgjast með, geyma og almennt að halda utanum allt sem hestamennskuna varðar.

Helstu eiginleikar

Greindu gangtegundir

Skoðaðu gangtegundagreiningu þjálfunarstundarinnar þinnar. Þú færð nákvæmt yfirlit yfir reiðtúrinn á korti ásamt gangtegundagreiningu. Nýttu upplýsingarnar til að gera betur. Sem Premium notandi getur þú einnig fengið aðgang að gangtegundagreiningu annarra Premium notenda bjóði þeir upp á það.

Tenging við WorldFeng og SportFeng

Leitaðu að hestunum þínum í WorldFeng og bættu þeim við prófílinn þinn eða tengdu WorldFengs aðganginn þinn við HorseDay. Flettu upp ættum hrossa, dómum, kynbótamati eða öðru sem þú finnur í WorldFeng.

Bættu þjálfunina þína

Með Sjálfvirkrni skráningu færðu upplýsingar og innsýn í þjálfunina þína, ítarlega greiningu hverrar þjálfunarstundar. Skráðu upplifun þína, álag og þyngd hlífa. Þú getur bætt aukahrossum í skráningarnar þínar,  sett inn myndir og myndskeið. Skráðu handvirkt annars konar þjálfun eins og hringteymingu og fylgstu með járningu hestsins og sjúkrasögu.

Deildu því sem þú vilt

Auðveldaðu þjálfunina og samskipti þín við þá sem þjálfa fyrir þig, þú býrð til teymi í kringum hestinn þinn og allir í teyminu verða upplýstir. Deildu skráningum þínum með teyminu þínu, skoðaðu hesthúsið þitt á töflunni og bregstu við athöfnum annarra í yfirlitinu í gegnum einka- eða hópspjall. Hafðu allt sem tengist hestinum þínum á einum stað - HorseDay.

Yfirlit yfir allar þínar athafnir

Fáðu betra yfirlit og skipuleggðu þig, flakkaðu á milli vikna og skoðaðu þjálfunar- og umhirðusögu hesta fyrir valin tímabil. Skráðu allt sem þú vilt geyma um hestinn þinn. Saga þjálfunar og umhirðu er svo aðgengileg á þægilegan hátt hvenær sem er.

Að skrá söluhross er einfalt

Söluhross, það er einfalt að merkja hest til sölu á prófíl hestsins. Mikill fjöldi fólks um allan heim notar HorseDay, þannig að margir sjá söluhestana í HorseDay. Seljandi og áhugasamir kaupendur hafa svo samskipti sín á milli með HorseDay.

Greindu gangtegundir

Premium eiginleiki

Skoðaðu gangtegundagreiningu þjálfunarstundarinnar þinnar. Þú færð nákvæmt yfirlit yfir reiðtúrinn á korti ásamt gangtegundagreiningu. Nýttu upplýsingarnar til að gera betur. Sem Premium notandi getur þú einnig fengið aðgang að gangtegundagreiningu annarra Premium notenda bjóði þeir upp á það.

Gangtegundagreining

Tenging við WorldFeng og SportFeng

Premium eiginleiki

Leitaðu að hestunum þínum í WorldFeng og bættu þeim við prófílinn þinn eða tengdu WorldFengs aðganginn þinn við HorseDay. Flettu upp ættum hrossa, dómum, kynbótamati eða öðru sem þú finnur í WorldFeng.

WorldFengur

Bættu þjálfunina þína

Premium eiginleiki

Með Sjálfvirkrni skráningu færðu upplýsingar og innsýn í þjálfunina þína, ítarlega greiningu hverrar þjálfunarstundar. Skráðu upplifun þína, álag og þyngd hlífa. Þú getur bætt aukahrossum í skráningarnar þínar,  sett inn myndir og myndskeið. Skráðu handvirkt annars konar þjálfun eins og hringteymingu og fylgstu með járningu hestsins og sjúkrasögu.

Greina þjálfun

Deildu því sem þú vilt

Premium eiginleiki

Auðveldaðu þjálfunina og samskipti þín við þá sem þjálfa fyrir þig, þú býrð til teymi í kringum hestinn þinn og allir í teyminu verða upplýstir. Deildu skráningum þínum með teyminu þínu, skoðaðu hesthúsið þitt á töflunni og bregstu við athöfnum annarra í yfirlitinu í gegnum einka- eða hópspjall. Hafðu allt sem tengist hestinum þínum á einum stað - HorseDay.

Teymi

Yfirlit yfir allar þínar athafnir

Premium eiginleiki

Fáðu betra yfirlit og skipuleggðu þig, flakkaðu á milli vikna og skoðaðu þjálfunar- og umhirðusögu hesta fyrir valin tímabil. Skráðu allt sem þú vilt geyma um hestinn þinn. Saga þjálfunar og umhirðu er svo aðgengileg á þægilegan hátt hvenær sem er.

Tafla

Að skrá söluhross er einfalt

Premium eiginleiki

Söluhross, það er einfalt að merkja hest til sölu á prófíl hestsins. Mikill fjöldi fólks um allan heim notar HorseDay, þannig að margir sjá söluhestana í HorseDay. Seljandi og áhugasamir kaupendur hafa svo samskipti sín á milli með HorseDay.

Söluhross

Helstu eiginleikar

SÝNA ALLA EIGINLEIKA

Fréttir og uppfærslur

Samstarfs- og styrktaraðilar okkar

Um okkur

Hugmyndin að HorseDay kviknaði fyrir mörgum árum. Þá rákum við upphafsfólk HorseDay, alhliða hestabú á Íslandi. Þar þjálfuðum við okkar eigin hesta og hesta viðskiptavina. Viðskiptavinir spönnuðu allt litróf hestamanna, frá stórum ræktendum og fagfólki til almenns  áhugafólks. Í stöðugri leit að aukinni skilvirkni, betri árangri af vinnu með hestana og bættum samskiptum við hesteigendur kviknaði hugmyndin að HorseDay

HorseDay er orðinn stór hluti af daglegu lífi mínu með hrossin. Ég hef aldrei haft betri yfirsýn yfir hestahaldið mitt eða betri skilning á þjálfuninni. HorseDay heldur stöðugt áfram að þróa nýja eiginleika sem eru skemmtilegir og spennandi að prófa. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað kemur næst! Ég er ánægð með að vera hluti af þessu frábæra teymi og hafa stuðning þeirra

Maxime Mijnlieff
Þýskur ungur knapi

Að nota HorseDay appið hefur reynst mér frábærlega í daglegri rútínu í hesthúsinu. Að geta skráð þjálfunarstundir og önnur verefni í appið er mjög hentugt. Ég get litið til baka og skoðað hvað ég gerði aftur í tímann og sett inn mikilvægar upplýsingar um allt sem tengist þjálfuninni 🧡

Vibeke Thoresen
Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum

Þetta app breytir miklu fyrir atvinnumenn í hestamennsku. Það gerir það að verkum að það er svo miklu auðveldara fyrir teymið að fylgjast með þjálfuninni, sem og fyrir eigendur og ræktendur að fylgjast með þjálfun hrossanna sinna þegar þau eru í þjálfun hjá öðrum. Ég elska að fylgja öðrum hestamönnum og sjá hvað þeir eru að gera. Teymið mitt notar mismunandi eiginleika appsins, hver og einn lagar notkunina að sér. Núna skil ég ekki af hverju eitthvað eins og HorseDay er ekki löngu komið á markað, við í mínu hesthúsi getum ekki án þess verið.

Anne Kathrine Carlsen
Atvinnu hestamaður og fyrrum danskur landsliðsmaður

HorseDay hjálpar mér við þjálfun og umhirðu hestanna. Með HorseDay get eg haldið nákvæma dagbók um allt sem við kemur mínum hestum. Mæli með!

Ragnhildur Haraldsdóttir
Atvinnumaður & landsliðskona Íslands í hestaíþróttum

Sem reiðkennari er HorseDay mér mjög gagnlegt. Gangtegundagreiningin er bylting þar sem hún veitir okkur sjálfkrafa allar upplýsingar um þjálfunina. Í stað þess að skrifa á blað eða tússtöflu þarf ég bara að ýta á start í HorseDay appinu.

Arnar Bjarki Sigurðarson
Atvinnu þjálfari, útskrifaður reiðkennari frá Hólum og kynbótadómari

FAQ

Ertu með spurningar?

Hvernig skipulegg ég og útdeili verkefnum?

Ef þú ert að horfa á þessa sýnikennslu í tölvunni þinni tvísmelltu á myndbandið til að sjá það á öllum skjánum

Hvernig bæti ég einhverjum í teymi hestsins míns?


  1. Opnaðu prófíl hestsins með því að smella á nafn hestsins
  2. Smeltu á "Teymið" efst á prófílnum
  3. Smelltu á "Nýjan notanda í teymið"
  4. Sláðu inn nafn eða notandanafn þess sem þú vilt bæta við
  5. Bættu við þeim/þeirri sem þú valdir í teymið þitt

Allir meðlimir sem eru í teymi hests eru sýndir á prófíl hestsins.

Ef þú ert að horfa á þessa sýnikennslu í tölvunni þinni tvísmelltu á myndbandið til að sjá það á öllum skjánum


Hvernig byrja ég skráningu?
  1. Opnaðu HorseDay og veldu "þjálfa" fyrir miðju neðst
  2. Veldu þér hest úr hesthúsinu þínu eða veldu úr öllum þínum hestum
  3. Veldu tegund skráningar

Ef þú ert að horfa á þessa sýnikennslu í tölvunni þinni tvísmelltu á myndbandið til að sjá það á öllum skjánum