HorseDay er app þróað sérstaklega fyrir eigendur íslenska hestsins. Forritið hjálpar notandanum að fylgjast með, geyma og almennt að halda utanum allt sem hestamennskuna varðar.
Skoðaðu gangtegundagreiningu þjálfunarstundarinnar þinnar. Þú færð nákvæmt yfirlit yfir reiðtúrinn á korti ásamt gangtegundagreiningu. Nýttu upplýsingarnar til að gera betur. Sem Premium notandi getur þú einnig fengið aðgang að gangtegundagreiningu annarra Premium notenda bjóði þeir upp á það.
Leitaðu að hestunum þínum í WorldFeng og bættu þeim við prófílinn þinn eða tengdu WorldFengs aðganginn þinn við HorseDay. Flettu upp ættum hrossa, dómum, kynbótamati eða öðru sem þú finnur í WorldFeng.
Með Sjálfvirkrni skráningu færðu upplýsingar og innsýn í þjálfunina þína, ítarlega greiningu hverrar þjálfunarstundar. Skráðu upplifun þína, álag og þyngd hlífa. Þú getur bætt aukahrossum í skráningarnar þínar, sett inn myndir og myndskeið. Skráðu handvirkt annars konar þjálfun eins og hringteymingu og fylgstu með járningu hestsins og sjúkrasögu.
Auðveldaðu þjálfunina og samskipti þín við þá sem þjálfa fyrir þig, þú býrð til teymi í kringum hestinn þinn og allir í teyminu verða upplýstir. Deildu skráningum þínum með teyminu þínu, skoðaðu hesthúsið þitt á töflunni og bregstu við athöfnum annarra í yfirlitinu í gegnum einka- eða hópspjall. Hafðu allt sem tengist hestinum þínum á einum stað - HorseDay.
Fáðu betra yfirlit og skipuleggðu þig, flakkaðu á milli vikna og skoðaðu þjálfunar- og umhirðusögu hesta fyrir valin tímabil. Skráðu allt sem þú vilt geyma um hestinn þinn. Saga þjálfunar og umhirðu er svo aðgengileg á þægilegan hátt hvenær sem er.
Söluhross, það er einfalt að merkja hest til sölu á prófíl hestsins. Mikill fjöldi fólks um allan heim notar HorseDay, þannig að margir sjá söluhestana í HorseDay. Seljandi og áhugasamir kaupendur hafa svo samskipti sín á milli með HorseDay.
Hugmyndin að HorseDay kviknaði fyrir mörgum árum. Þá rákum við upphafsfólk HorseDay, alhliða hestabú á Íslandi. Þar þjálfuðum við okkar eigin hesta og hesta viðskiptavina. Viðskiptavinir spönnuðu allt litróf hestamanna, frá stórum ræktendum og fagfólki til almenns áhugafólks. Í stöðugri leit að aukinni skilvirkni, betri árangri af vinnu með hestana og bættum samskiptum við hesteigendur kviknaði hugmyndin að HorseDay
Ertu með spurningar?
Ef þú ert að horfa á þessa sýnikennslu í tölvunni þinni tvísmelltu á myndbandið til að sjá það á öllum skjánum
Allir meðlimir sem eru í teymi hests eru sýndir á prófíl hestsins.
Ef þú ert að horfa á þessa sýnikennslu í tölvunni þinni tvísmelltu á myndbandið til að sjá það á öllum skjánum
Ef þú ert að horfa á þessa sýnikennslu í tölvunni þinni tvísmelltu á myndbandið til að sjá það á öllum skjánum